Hellaleikurinn

 In Forsíðu frétt, Krakkakot

Í dag fengum við heimsókn frá Elínu sem er starfsmaður í frístundaheimilinu Glaðheimar. Hún hefur búið til leik sem kallast Hellaleikurinn og kenndi hún 3. og 4. bekk og nokkrum starfsmönnum leikinn. Svo geta krakkarnir miðlað þekkingu sinni áfram til yngri barnanna í Krakkakoti á næstunni. Hellaleikurinn er hlutverkaleikur þar sem hópurinn leikur eina persónu, sem þau búa sjálf til. Svo ferðast þessi persóna í gegnum stóran, flókinn helli og tekur hópurinn í sameiningu ákvarðanir varðandi hvert persónan fer og hvað hún gerir. Þetta er alveg virkilega skemmtilegur leikur og lenti persónan okkar á stuttum tíma í því að vera m.a. borðuð af dreka og deyja eftir að smakka girnilega sveppi.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt