Hópferð hjá Nördaklúbbi Þróttheima

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Félagsmiðstöðin Þróttheimar býður upp á fjölbreytt og skapandi klúbbastarf fyrir nemendur á unglingastigi. Þar má m.a. nefna Nördaklúbbinn sem gerði sér glaðan dag í febrúarmánuði og fór í klúbbsferð í Skemmtigarðinn í Smáralind og í Smárabíó. Hópurinn tók saman strætó í Smáralindina og skemmti sér konunglega í leiktækjum, lasertag og VR-Virtualmaxx í Skemmtigarðinum. Að því loknu borðaði hópurinn saman pizzu áður en farið var í Smárabíó á myndina „Sonic The Hedgehog“ en fyrr í vikunni hafði klúbburinn hist og spilað tölvuleikinn sem myndin er byggð á. Ferðin gekk glimrandi vel og voru klúbbmeðlimir hæstánægðir með daginn. Þetta er annað skólaárið sem Nördaklúbburinn hefur verið starfandi í Þróttheimum en ýmislegt spennandi er á dagskrá hjá klúbbnum á komandi tímum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt