Hverfið mitt 2019

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Þessa dagana stendur yfir hugmyndasöfnun á Hverfið mitt síðum Reykjavíkurborgar og þar má nú þegar finna margar góðar hugmyndir sem gætu gert hverfið okkar ennþá betra. Við viljum endilega benda fólki á að kynna sér hugmyndirnar og leggja orð í belg þar sem það telur það eiga við. Einnig hvetjum við ykkur til þess að setja þar inn ykkar hugmyndir og huga að hagsmunum barnanna okkar í þeim hugmyndum. Sérstaklega erum við ánægð með að sjá hugmyndir eins og þessa sem myndi hafa bein og jákvæð áhrif á starf Glaðheima.

Lóð Glaðheima hefur lengi verið til tals og ekki er svo langt síðan barátta foreldra skilaði okkur grindverki um hálfa lóðina og kastala og rólum. Það má þó alltaf gera betur og við leyfum okkur því að nýta þessa leið borgarinnar til þess að bera undir hverfið hugmynd um hvernig mætti bæta lóðina okkar ennþá meira. Okkar hugmynd má sjá hérna.  

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt