Íþrótta og útivistarnámskeið 8.-12. júní.

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Í upphafi þessarar viku hófst sumarstarf fyrir 10-12 ára í Kringlumýri. Við byrjuðum á íþrótta og útivistarnámskeiði í Þróttheimum og Bústöðum. Á þriðjudeginum og fimmtudeginum þarf að mæta á hjóli og á þriðjudeginum þarf einnig að koma með sundföt og handklæði. Á fimmtudeginum ætlum við að grilla í Gufunesbæ og munum við sjá um meðlæti fyrir pylsur en þau verða sjálf að koma með á grillið. Mikilvægt er að þátttakendur taki með sér tvö holl nesti yfir daginn,  vatnsbrúsa og klædd eftir veðri.

Svona eru tímasetningarnar fyrir vikuna

Mánudagur  12:30-15:00

Þriðjudagur 9:00-15:00

Miðvikudagur 9:00-15:00

Fimmtudagur 9:00-15:00

Föstudagur 9:00-14:00

Hikið ekki við að hafa samband ef það vakna einhverjar spurningar.

Með bestu kveðju,
Starfsfólk 10-12 ára sumarstarfs Kringlumýrar

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt