Jónsi í heimsókn

 In Krakkakot

Þessa vikuna höfum við verið svo heppin að hafa hann Jónsa í heimsókn hjá okkur hér í Krakkakoti. Jónsi er íþróttagarpur Kringlumýrar og flakkar á milli frístundaheimila og heldur klúbba með ýmsum skemmtilegum leikjum og íþróttum.

 

Á mánudag var Jónsi úti með nokkrar gerðir af skotbolta, t.d. víkinga-, dans- og fótboltaskotbolta. Krökkunum fannst mjög gaman að læra nýjar gerðir af skotbolta og sóttu vel í hann.

 

Á fimmtudag fór Jónsi með krakkanna út í ýmsa leiki. Þar var prufað leikina Sprengjuspilið og Hoppu steinn, skæri, blað. Þeir leikir urðu mjög vinsælir meðal krakkana og allir skemmtu sér mjög vel.

 

Á föstudag fór Jónsi í leikinn „Hvað er í kassanum?“ þar sem börninn áttu að stinga höndunum inn í kassa með bundið fyrir augun og geta hvað væri í honum með því að snerta hlutina. Krökkunum fannst það vera mjög skemmtilegt og mikið stuð.

 

Í leikjakoti var svo settur upp verðlaunaveggur þar sem settir voru vinningshafar leikjanna.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt