Kökukeppni hjá miðstigi í Tónabæ

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Í dag var haldin kökukeppni á miðstigi í Tónabæ, það voru ungir og upprennandi bakarar í 5.-7.bekk sem bökuðu köku heima og mættu með hana til leiks. Keppt var í þremur flokkum; besta kakan, flottasta kakan og svo loks frumlegasta kakan.

Í 5.bekk hlaut Gunnar Skúli hlaut fyrir bestu kökuna “Norðurpóllinn”, Ingvar fyrir frumlegustu kökuna “Wall of Trump” og Gunnhildur fyrir flottustu kökuna “Skittlestré”

Í 6.-7. bekk mætti ein kaka til keppnis og eiga þær Benedikta og Þóra heiður af henni, og var sú kaka sjálfkjörin sigurvegari.

Eftir að dómnefnd skipuð stelpum úr nemendaráði 8.-10.bekkjar hafði gert upp hug sinn og kynnt úrslitin var svo öllum viðstöddum boðið upp á að smakka á kræsingunum undir notalegri jólatónlist.

Bakararnir í Tónabæ eiga svo sannarlega bragðgóða og sæta framtíð fyrir sér.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt