Kolbrún Sara á Landsmót Samfés

 In Forsíðu frétt, Þróttheimar

Helgina 6. – 8. október var Landsmót Samfés haldið þar sem um 280 unglingar ásamt starfsfólki komu saman á Egilstöðum. Fimmuráð Kringlumýris fór fyrir hönd Laugardals, Háaleitis og Bústaði. Í fimmuráði er 1-2 fulltrúar úr hverju hverfi. Fulltrúi Þróttheima var Kolbrún Sara sem er í 10. bekk í Langholtsskóla.

Markmið landsmótsins er að fulltrúar félagsmiðstöðva landsins, þ.e. stjórnir unglingaráða eða aðrir unglingar sem félagsmiðstöðin kýs að senda fyrir sína hönd hafi vettvang til að mynda tengsl og fá nýjar hugmyndir sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðvanna.Dagskrá Landsmóts Samfés er tvíþætt. Annars vegar er unnið í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best.Hins vegar er mikið unnið með lýðræðisleg vinnubrögð. Á Landsmóti fer fram kosning í ungmennaráð Samfés en ungmennaráð Samfés samanstendur af 18 lýðræðislega kosnum fulltrúum úr öllum landshlutum.

Í ár voru fjölbreyttar smiðjur í boði og valdi Kolbrún sér nokkrar smiðjur til þess að taka þátt í. Fimmuráðið skemmti sér vel og náðu hópurinn vel saman yfir helgina og voru til fyrirmyndar. Í kvöld mun fara fram fjáröflunarball sem Fimmuráðið hefur skipulagt. Þar mun Jói Pé og Króli koma fram ásamt Dj. Einari Degi. Fimmuballið er eitt af fjáröflunarviðburðum fimmunnar fyrir landsmót Samfés en stefnan er einnig að halda Jólabingó fyrir 5-10.bekk í öllum skólum og annað vorball. Þau sjá einnig um að skipuleggja Söngkeppni Fimmunnar og Fimman hefur hæfileika.

Við erum stolt af henni Kolbrún Söru sem stendur sig frábærlega sem fulltrúi okkar í Fimmuráði Kringlumýris.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt