Laugó opnar aftur – Fyrsta Laugó-Klappið mætt

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Dregið verður úr samkomubanni þann 4. maí næstkomandi og verður skóla- og frístundastarf með eðlilegum hætti eftir það. Það þýðir að Félagsmiðstöðin Laugó opnar aftur með eðlilegum hætti eftir helgina. Þvílíkar gleðifréttir inní þessa löngu helgi. Opnunartíminn fyrir sá sami fyrir öll stig og eintóm hamingja.

Við þökkum fyrir þær viðtökum sem rafræna starfið okkar hefur fengið síðustu vikur. Það verður ekki annað sagt en það hefur verið ansi krefjandi verkefni að endurskipuleggja starfið nokkrum sinnum á þessum tímum en tel ég að starfsmenn Laugó hafi staðið sig vel að vera til staðar fyrir unglingana, stytta stundir og lita tilveruna fyrir nemendur og hverfið allt. Ýmislegt sem við höfum gert síðustu vikur er komið til að vera og er það það jákvæða við þetta ástand er að við höfum prófað nýja hluti sem eru komnir til að vera.

Segja má að við höfum bundið enda á rafræna starfið með því að birta fyrsta myndbandið okkar af seríu sem við köllum “Laugó Klapp”. Þar er hugsunin að gefa unglingum og öðrum tækifæri á að taka upp efni, söng eða atriði og koma því á framfæri. Fyrst í Laugó-Klapp var Elín Björt Valsdóttir nemandi við Laugalækjarskóla sem sigraði söngkeppni Kringlumýrar í byrjun árs. Hún hefði verið okkar fulltrúi í söngkeppni Samfés í Laugardalshöllinni og í beinni útsendingu á RÚV. Úr því varð ekki í þessu ástandi og ákváðum við því að útbúa þetta myndband í staðin og deila því með öllum.

Myndbandið er hér: https://www.facebook.com/felagsmidstodin.laugo/videos/10207467809849035/

 

Eigið góða helgi

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt