Laugó verður rafræn félagsmiðstöð – Lokað fyrir almennar opnanir

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Þessir fordæmalausu tímar kalla á ítrekaða endurskipulagningu og endurhugsun. Á miðnætti í gær fór af stað hert samkomubann, þar koma fram ný tilmæli sem ná til eldri nemenda. Við viljum taka samfélagslega ábyrgð og þurfum því að taka ákvörðun um að loka Laugó fyrir almennum opnunum. Við verðum þó enn til staðar fyrir unglingana. Laugó verður alfarið að rafrænni félagsmiðstöð frá og með deginum í dag.

Við höfum verið að prófa okkur áfram með það og fá hugmyndir. Við hefjum leika í dag með Actionary og svokallaðri Tik Tok áskorun þar sem unglingarnir hafa sent okkur áskorun. Eins og staðan er núna mun mest fara fram á samfélagsmiðlinum Instagram, þar sem má finna okkur undir notendanafninu: laugoooo. Við höfum þó stillt það þannig að það fer einnig á Facebook síðuna okkar.

Dagskrá vikunnar í rafrænni Laugó er því eftirfarandi: (ath. dagskráin er enn í vinnslu og er því drög hér að neðan)

Þriðjudagur 24. mars.
14:30-17:00
Actionary og Tik Tok áskorun

19:00-21:00
Ógeðsdrykkur

Miðvikudagur 25. mars.
14:30-17:00
Pictionary og ljósmyndasamkeppni hefst

19:00-21:30
Live Trúnó og spurningar til starfsmanna

Fimmtudagur 26. mars
14:30-17:00
Pictionary

Föstudagur 27. mars
17:00-22:00
Áskoranir til starfsmanna, hvað á að gera í samkomubanni?

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt