Lýðræðisvika að baki

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Í þar síðustu viku var lýðræðisvika í Glaðheimum og héldum við þrjár kosningar fyrir barnahópinn. Þar kusu börnin um breyttan matseðil fyrir nóvember mánuð, annars vegar hvaða mat þau vilja hafa í hressingu og hins vegar hvaða ávexti þau vilja hafa seinni partinn. Þriðja kosningin var svo unnin uppúr hugmyndum úr hugmyndakassanum og kusu börnin þá um hvaða viðburð þau myndu vilja hafa sem væri óhefðbundinn eða sjaldnar á dagskrá. Hérna fyrir neðan má sjá niðurstöður úr þessum þremur kosningum og nýr matseðill í samræmi við það. Við höfum sett okkur þá vinnureglu að við hverja kosningu eru tveir vinsælustu valkostirnir settir inn á matseðil, það sama á við um ávexti, þannig að hægt sé að stemma matseðil af í samræmi við það fjármagn sem við höfum.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt