Mánudagsfréttir Dalheima 21. september

 In Dalheimar
Við gerðum fjölmargt skemmtilegt hér í Dalheimum í síðustu viku. Veðrið var mestmegnis gott og við nutum útiverunnar eins og við gátum. Margir hafa fengið áhuga á frisbígolfi á síðustu dögum, aðrir tína ber af trjánum og hlaupahjólin okkar eru sívinsæl.
Geitungar gerðu innrás í geimstöðina og starfsfólk átti fullt í fangi með að hrekja þá út. Hann Baldur tónskáld hélt tónlistaklúbb í betri stofunni og setti saman glæsileg lög með krökkunum.
Varja hélt áfram með risaeðlubúningagerð og nú fer vonandi að styttast í risaeðluhátið. Hún leiraði einnig með krökkunum í listasmiðju og ýmis listaverk urðu til.
Haffi fór með krökkunum í 4. bekk vettvangsferð og þau fengu sér ís í öllum regnbogans litum.
Í bökunarklúbbi á þriðjudag fengu krakkarnir að baka brauð, búa til smjör úr rjóma (eins og í gamla daga) og baka nýuppteknar kartöflur úr garðinum okkar. Allir krakkarnir í Dalheimum fengu svo að smakka afraksturinn. Vikan hefur því verið fjölbreytt og skemmtileg og einkennst af matarlykt og góðri stemmningu.
Því miður skemmdist minniskortið í myndamélinni okkar svo allar myndir frá vikunni glötuðust – nema örfáar myndir frá ísferðinni með 4. bekk.
Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt