Mikilvægur fundur barnanna

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Vikulega reynum við að hafa barnaráðsfund, eða mikilvægan fund eins og við köllum það. Þetta er leið fyrir börnin að hafa áhrif á starfið í Laugarseli sbr. 12 grein barnasáttmálans. Á síðasta barnaráðsfundi sem var 17.október sl. var ákveðið út frá þeim hugmyndum sem komu fram að hafa Rauða opið lengur og að hafa bíó.

Vikuna 24.-27.október var rauðibær (sem er listasmiðjan okkar) opin þar til Laugarsel lokar, alla dagana, enda er Rauða mjög vinsælt rými hjá okkur. Þar er markmiðið að ýta undir listræna sköpun barnanna.

Föstudaginn 27.október var svo bíó í matsal skólans. Þar var ákveðið að horfa á Shrek, sem var mjög vinsæl og voru margir sem mættu og horfðu á myndina. Þess má geta að leiklist, sem var einnig ein af hugmyndum sem var sett í hugmyndakassann, var einnig í boði á föstudeginum.

Næsti mikilvægur fundur er á dagsskrá (með fyrirvara um breytingar) á miðvikudaginn 1.nóvember.
Þá verður farið yfir hugmyndirnar sem eru komnar í hugmyndakassann, endilega hvetjið börnin ykkar að koma sínum hugmyndum á framfæri þangað.

Hér má sjá myndir af bíóinu og hugmyndirnar sem komu úr hugmyndakassanum og voru valdar til framkvæmdar.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt