Minute to win it og Koddaslagur

 In Krakkakot

Í gær var margt skemmtilegt að gerast í Krakkakoti en það helsta sem stóð upp úr var 4. bekkjarfjör og koddaslagurinn í íþróttasal.

 

Fjórði bekkur var með bekkjarfjör og fóru þau í Minute to win it en það er keppni milli liða þar sem keppendur reyna að leysa ýmsar þrautir undir 60 sekúndum. Þrautirnar sem krakkarnir þurftu meðal annars að glíma við voru t.d. halda tveim blöðrum á lofti í 60 sek, færa 20 cheerios úr einni skál yfir í aðra, blása glasi útaf borði með röri og fleiri aðrar þrautir. Gefin voru stig fyrir hve fljót þau voru að ná hverri þraut, hverjir hvöttu liðið sitt mest, hve dugleg þau voru í að hlusta á meðan fyrirmæli voru gefin og hvernig liðsandinn var í liðinu. Einnig var gefið stig fyrir besta nafnið á liðinu. Liðin fengu tvær tilraunir til að reyna við þrautirnar  en sigurvegarar í fyrri tilraun voru Labbakútar og í seinni tilrauninni voru Stelpu Snillar. Í verðlaun fá liðin mynd af sér upp á Snilla-vegginn inn í Leikjakoti.

 

Eftir ávaxtastund var svo Ásta forstöðukona með koddaslag í íþróttasalnum en krakkarnir voru mjög spenntir fyrir því. Koddaslagurinn er nýr klúbbur í Krakkakoti og gengur út á það að krakkarnir fengu kodda og máttu svo slá aðra með þeim. Það voru hinsvegar nokkrar reglur og voru þær að það mátti ekki slá í andlit og ef maður meiddist, þá þyrfti maður bara að taka sér smá pásu og koma svo aftur sterkur inn. Koddaslagurinn heppnaðist mjög vel og er þetta eitthvað sem við munum halda áfram að vera með.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt