Nördaklúbbur Þróttheima

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Nú er skólaárið 2019-2020 að líða að lokum í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og þar með endar annað ár af starfsemi Nördaklúbbs Þróttheima. Nördaklúbburinn hefur verið til í 2 ár, frá árinu 2018, og hefur starfsemi klúbbsins haldist að mestu óbreytt. Klúbbmeðlimum hafa bæði fjölgað og fækkað með tímanum en góður kjarnahópur 10 unglinga hefur ávallt staðið að störfum klúbbsins frá stofnun hans. Frá byrjun hefur klúbburinn hist vikulega ásamt hinum og þessum klúbbsferðum. Þar má m.a. nefna hópferðir í bíó, lasertag og nú síðast gerði hópurinn sér ferð í Ground Zero til að spila saman tölvuleiki. Sú ferð gekk mjög vel og átti hópurinn saman góðan dag í góðra vina hópi. Mikil samheild og vinátta hefur skapast á milli meðlima í gegnum starfsemi hópsins og mikill metnaður er til áframhaldandi starfsemi klúbbsins að sumri loknu.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt