Nóvember í Þróttheimum

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Í nóvember er nóg um að vera í Þróttheimum. Unglingarnir okkar tóku þátt í Skrekk mánudaginn 4. nóvember en komust því miður ekki við í úrslit en ennþá er wildcardið eftir og getum haldið í vonina um það. Ungmennin okkar stóðu sig þó aldeilis vel og meigum við vera stolt af flotta málefni þeirra og fyrirmyndar ungmennum sem komu að þessu verkefni.

Nú 13. nóvember er haldið uppá Félagsmiðstöðvadaginn og ætla unglingarnir okkar í Feministafélaginu Blær að halda utan um Bingó til styrktar Stígamótum. Það verða vegleg verðlaun og sjoppa verður á staðnum. Bingóið er haldið í félagsmiðstöðinni Þróttheimum (Holtavegur 11) milli kl. 17:00-19:00. Öllum er velkomið að koma og taka þátt í þessu skemmtilega bingói og hvetjum við sérstaklega foreldra/forráðamenn og fjölskyldur hjá miðstigi og unglingadeild til þess að mæta og sjá hvar margir krakkar nýta frítímann sinn.

20. nóvember verða Laugardalsleikarnir fyrir unglingadeildina. Mætir þá Langholtsskóli, Laugarlækjaskóla og Vogaskóla í Laugardalshöllinni í allskonar keppnum og um kvöldið verður svo ball haldið fyrir alla og verður það haldið í Laugarlækjaskóla. ÁFRAM LANGÓ!

22. nóvember verður önnur fræðslan okkar fyrir ungmennin og höfum við beðið Kraft (stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur) að koma og kynna fyrir okkir starfsemi  þeirra og en aðallega munum við perla saman armbönd sem eru síðan seld til styrktar félaginu. Það er uppbyggjandi og hollt fyrir ungt fólk að taka þátt í góðverkum og hlökkum til að sjá hvernig þessi öðruvísi fræðsla fer fram.

Það er nóg að gerast hjá unglingadeildinni og erum við stolt af virkni þeirra og þátttöku á þessum viðburðum og fleiru. Þau eiga stórt hrós skilið!

Miðstig
Hjá miðstiginu verðum við með þemaviku og þemað þessa vikuna er Barnasáttmálinn þar sem hann verður 30 ára 20. nóvember. Við munum gera skemmtilega viðburði þar sem börnin fá að kynnast Barnasáttmálum. Við munum til dæmis líma greinar frá sáttmálanum á kerti eða krukkur, fara í ljósmyndamaraþon þar sem börnin draga þrjár greinar og síðan taka myndir tengdar greinunum og á föstudeginum bjóðum við Glaðheimum í heimsókn og við fáum að fara í heimsókn til þeirra. Við munum fá þau til þess að skrifa á miða hrós um félagsmiðstöðina og/eða frístundaheimilið, tökum síðan mynd af börnunum sem mynda keðju utan um Holtaveg 11 og fögnum svo með UNICEF köku.

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt