Nóvembermánuður í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Margt hefur drifið á daga okkar í Laugarseli og margt skemmtilegt framundan.

Fyrsti pennavinaklúbburinn var í nóvember, sem er klúbbur sem var er í frístundalæsi handbókinni, en pennavinaklúbbur er partur af samfélagslæsi. Þá voru krakkarnir að skrifa bréf til aðra barna í frístundaheimilinu Vogasel sem er pennavinafrístundaheimilið okkar.

Við hófum tökur á hlaðvarpsþætti Laugarsels, sem ber nafnið “Góðan daginn Laugarsel!” og vorum með fyrsta mikilvæga fund haustsins. Á fundinum var farið yfir hugmyndir úr hugmyndakassanum og ákveðið að framkvæma tvær þeirra í komandi viku, þá var ákveðin hugmyndin að hafa andlitsmálningu, sem var á mánudeginum, og að hafa bíó, sem var á föstudeginum. Einnig var rætt um afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem verður 30 ára 20.nóvember næstkomandi og hvað við getum gert til að halda uppá það og 2 ára afmæli Laugarsels sem réttindafrístund.

Laugarsel hóf samstarf með félagsheimilinu Dalbraut í mánuðinum. Okkur er boðið að mæta í vöfflukaffi í Dalbraut með 10 barna hóp sem er einu sinni í mánuði. Fyrsta ferðin heppnaðist vel og var mikil gleði og hamingja með fyrstu ferðina.

Í næstu viku er svo afmæli Barnasáttmálans ásamt því að við höldum uppá það að það eru tvö ár frá því að Laugarsel fékk vottun UNICEF sem réttindafrístund. Laugarsel var fyrst frístundaheimila í Reykjavík og eitt af fyrstu í öllum heiminum þar sem frístundarstarfið er tekið með skólanum í ferlinu.


Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt