Ofbeldisforvarnaskólinn fræddi unglinga í Buskanum

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Miðvikudagskvöldið 16. janúar fengu unglingar í Buskanum kunnuglegt andlit í heimsókn þegar Benna Sörensen, fyrrum forstöðukona Buskans, kom til okkar með fræðsluna „Ekki standa hjá“. Síðan Benna hætti hjá okkur í Buskanum hefur hún flakkað félagsmiðstöðva á milli og frætt unglinga um áhrifaríkar leiðir til þess að bregðast við hvers konar ofbeldi sem þau gætu orðið vitni að.

Fræðslan byggir á áhorfenda nálgun sem er þrautreynt módel af forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni og gengur út á að valdefla ungmenni sem verða vitni að ofbeldi, til að bregðast við á öruggan hátt. Starfsfólk Buskans var einnig viðstatt fræðsluna og tók þátt í umræðum en það gerðum við til að fræðast með unglingunum og til að undirstrika að við erum alltaf til í að taka umræðuna með þeim ef þau þurfa á að halda.

Á næstu dögum verður því einnig sendur út póstur til foreldra um fræðsluna ásamt umræðupunktum sem hægt er að nota heima við og halda umræðunni á lofti með unglingunum. Við vonum að við getum saman hvatt unglingana okkar til þess að bregðast rétt við þegar þau verða vör við ofbeldi og ekki standa hjá.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt