Öflugt starf Þróttheima

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Óflokkað, Þróttheimar

Starfið í félagsmiðstöðinni Þróttheimum er komið á fullt. Það hefur verið gaman að sjá alla þá sem hafa komið við hjá okkur og hlökkum við mikið til vetrarins. Þróttheimar sinna börnum og unglingum í 5-10.bekk í Langholtsskóla og hafa þau kost á að sækja reglulegt starf í félagsmiðstöðinni sinni. Miðstig skólans getur mætt þrisvar sinnum í viku og fengu allir nemendur 5. bekkjar bréf heim með dagskrá félagsmiðstöðvarinnar fram að jólum og buðum við þeim velkomin í miðstigið.

Síðustu ár hafa Þróttheimar aukið við opnanir miðstigs og erum við gríðarlega ánægð með að geta boðið upp á heildstætt, faglegt og metnaðarfullt starf fyrir þennan aldurshóp.

Unglingastarf Þróttheima er ekki síður öflugt. Nemendaráð skólans sér um dagskrá félagsmiðstöðvarinnar og heldur utan um félagsstarf skólans og Þróttheima. Þau hafa haldið tvö böll, stafsetningarkeppni, FIFA mót, árgangakvöld og margt fleira. Nemendaráð heldur einnig utan um borðtennismót sem haldið er tvisvar í viku í matarhléi skólans og sér um að virkja nemendur til þátttöku í hinum ýmsu viðburðum.

Í félagsmiðstöðinni er einnig boðið upp á klúbbastarf. Marvelklúbbur Þróttheima hefur aftur göngu sína eftir sumarfrí og höfum við byrjað með nýjan klúbb sem er hiphop klúbbur og hefur hann göngu sína í lok september. Feministafélagið Blær hefur einnig fundað og stefnir á öflugt starf í vetur.
Við hlökkum mikið til að fylgjast með unglingum hverfisins í vetur.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt