Óskilamunir í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Óskilamuna uppsöfnunin byrjar aðeins fyrr þetta árið, sem er líklegt að sé vegna þess að foreldrum geta ekki sjálfir farið inn í skóla og frístund til að leita.

Hins vegar höfum við í Laugarseli brugðið á það ráð að setja óskilamuna boxin okkar (það er mynd framan á hverju boxi hvað er hvar) út, þegar veður leyfir. Það gefur foreldrum tækifæri að gramsa og róta og finna mögulega stakan vettling eða heilt sett af útifötum.

Við minnum á að MERKJA MERKJA MERKJA – því það skilar sér frekar en það sem er ómerkt. Við búum líka á litla Íslandi þar sem allir versla á sama stað og því margir hlutir og flíkur eins.

Það er reglulega farið yfir óskilamunina í Laugarseli, það sem er merkt fer á snagana hjá eiganda flíkarinnar. Við tæmum svo reglulega boxin okkar inn í óskilamunina í Laugarnesskóla.

Það er Facebook hópur sem er ætlaður foreldrum Laugarnesskóla sem heitir Laugarnesskóli-Óskilamunir endilega bætið ykkur í þann hóp því hann er mjög virkur og margar upplýsingar þar inni hvar óskilamunina er að finna. Hægt að finna hópinn hér.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt