Prufað að tálga.

 In Forsíðu frétt, Krakkakot

3. og 4. bekkur fengu að prufa að tálga með Ástu í dag. Lærðum við helstu reglurnar sem fylgja því að tálga og hvernig á að beita höndunum rétt. Þá voru allir sammála um að þetta væri erfitt og mikil þolinmæðisvinna en að sama skapi alveg ótrúlega skemmtilegt.

Ekki urðu nein stórkostleg listaverk til í þetta sinn enda bara æfing í að gera hlutina rétt. Vonandi náum við svo seinna meir að tálga tréstyttur eða skeiðar til að eiga. Það gildir með að tálga eins og svo margt annað að æfingin skapar meistarann.

Við ákváðum þó í sameiningu að kaupa inn sápustykki í mánuðinum og prufa að tálga þau líka og þá leyfa 1. og 2. bekk að vera með.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt