Reykjavíkurráð ungmenna fundar með borgarstjórn

 In Askja, Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Þriðjudaginn 28. febrúar fundar Reykjavíkurráð ungmenna með borgarstjórn í Reykjavík á opnum fundi í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Til umfjöllunar eru tillögur frá ungu fólki í Reykjavík um það sem að þeirra mati má betur fara í borginni. Fundurinn hefst kl. 15 og er jafnframt sendur út á vefslóðinni  http://reykjavik.is/fundirborgarstjornar/borgarstjorn-i-beinni

Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar er orðinn að árvissum viðburði og er þessi fundur sá sextándi í röðinni. Að þessu sinni liggja níu tillögur fyrir fundinum og snúa þær m.a. að bættri hinsegin fræðslu í grunnskólum, að ungmennaráð í borginni fái úthlutað árlegu fjármagni, að úrval vegan valkosta og grænmetis verði aukið í skólamötuneytum, að móttaka Reykjavíkurborgar á hælisleitendum og umsækjendum um alþjóðlega vernd verði bætt og að leitað verði leiða til að unglingar geti komið að ráðningu starfsfólks í félagsmiðstöðvum.

Reykjavíkurráð ungmenna hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði en fulltrúar úr ráðinu tóku þátt í opnun Erró sýningar á Listasafni Reykjavíkur á dögunum, áttu fulltrúa á samnorrænni ráðstefnu í Þrándheimi í Noregi, skipulögðu starfsdag fyrir unglinga í öllum ungmennaráðum Reykjavíkur, sitja í hinum ýmsu starfshópum auk þess að eiga áheyrnarfulltrúa á fundum skóla- og frístundaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og fulltrúa í stjórn Barnamenningarhátíðar.

Markmið með starfsemi Reykjavíkurráðs ungmenna er m.a. að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila og þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Í starfi sínu í vetur og síðastliðin ár hefur Reykjavíkurráðið fjallað um málefni ungs fólks og tekið þátt í ýmsum verkefnum sem fulltrúar ungs fólks í Reykjavík. Reykjavíkurráð ungmenna er jafnframt samráðsvettvangur allra ungmennaráða sem starfa í borginni.

Meðfylgjandi er yfirlit yfir tillögur Reykjavíkurráðs til borgarstjórnar.

 

Unglingastarf – Greinagerð

 Allar nánari upplýsingar veitir Hulda Valdís Valdimarsdóttir verkefnastjóri á fagskrifstofu frístundamála og starfsmaður Reykjavíkurráðs ungmenna, í síma 695-5021
Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt