Samuel í heimsókn

 In Krakkakot

 

Þessa vikuna höfum við verið svo heppin að hafa hann Samuel í heimsókn hjá okkur hér í Krakkakoti. Samuel er útivistargarpur Kringlumýrar en hann flakkar á milli frístundaheimila og heldur klúbba þar sem hann kennir börnunum um útivist, tálgun og margt fleira skemmtilegt.

Fyrripart vikunnar var Samuel með slöngvibyssu (slingshot) og kassa í íþróttasalnum en þar fengu krakkarnir að skjóta boltum úr slöngvibyssu í kassa sem var búið að stafla upp. Krakkarnir sóttu vel í það og skemmtu sér mjög vel.

Seinnipart vikunnar hefur Samuel verið með tálgun fyrir börnin í 2 – 4. bekk. Þar lærðu börnin aðferðir hvernig eigi að tálga, móta eitthvað flott úr því og pússa.  Á fimmtudeginum var tálgun fyrir 2. og 3. bekk en í dag verður svo tálgað í 4. bekkjarfjöri. Krakkarnir sóttu mjög vel í tálgununa og finnst þetta vera mjög skemmtilegur klúbbur.

Seinna meir fær svo 1. bekkur að þjálfa sig í að tálga með smjörhnífum og sápu en það bíður betri tíma.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt