September í Bústöðum

 In Bústaðir, Forsíðu frétt

September í Bústöðum var viðburðarríkur og skemmtilegur mánuður. Fjölbreyttur hópur af börnum og unglingum mættu til okkar og nýttu sér þá afþreyingu sem við bjóðum uppá líkt og stúdíó, listasmiðju, billiard, borðspil, playstation, allskonar leiki í salnum okkar og fleira.

Í miðstiginu var mikið líf og fjör og buðum við 5.bekk úr Fossvogsskóla og Breiðagerðisskóla í heimsókn til okkar í byrjun mánaðar til þess að kynna fyrir þeim starfið. 5.bekkur var mjög duglegur að mæta til okkar í kjölfarið. Það má segja að viðburðurinn sem stóð upp úr hjá miðstiginu hafi verið tie-dye en það mættu um það bil 100 börn og tie-dyeuðu boli, peysur, koddaver, stuttbuxur, sokka og margt fleira. Það var heldur betur gaman að sjá alla í litríkum fötum sem þau höfðu föndrað sjálf næst þegar þau mættu til okkar.

Starfið á unglingastigi fór einnig vel af stað og hafa mjög margir mætt til okkar í september bæði á dagopnanir og kvöldopnanir. Við bættum við kvöldopnunum á þriðjudögum þar sem við fáum til skiptis 8,9 og 10.bekk og höfum þá bekkjarkvöld í hvert skipti. Klúbbar líkt og kvikmyndaklúbbur og kosyklúbbur urðu til á dagopnun og hafa nú verið haldnir á hverjum þriðjudegi á bilinu 16:00-18:00. Við stofnuðum húsfélag sem ber heitið Búsfélagið sem er opið ráð fyrir þá sem hafa áhuga á því að skipuleggja og halda viðburði í Bústöðum, hjálpa til við dagskrágerð Bústaða, breyta og bæta rými í Bústöðum og margt fleira. Fyrsta verkefni Búsfélagsins er að taka í gegn listasmiðjuna okkar og ætlar hópur af skapandi og hugmyndaríkum ungmennum að mála á veggina og gera smiðjuna flottari og hlökkum við mikið til að sjá hvernig útkoman verður. Ungmennaráð Laugardals, Háaleitis og Bústaða fer vel af stað og erum við með kröftug ungmenni frá okkur sem sitja í ráðinu. Nokkur þeirra fóru með ungmennaráðinu á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði og tóku þátt í umræðu um hvernig, hvenær og hvar ungt fólk hefur áhrif. Hópur af stelpum í 10.bekk byrjuðu að skipuleggja og búa til atriði fyrir Skrekk sem haldinn verður í nóvember. Stelpurnar héldu prufur í Bústöðum og var vægast sagt góð þátttaka þar sem fjöldi ungmenna mættu og sýndu listir sínar í dansi, söng, leiklist og öðru. Nemendaráðið hóf störf sín og gerði nokkrar tilraunir til þess að halda ball en vegna ástandsins þurftu þau því miður að fresta því og krossum við nú öll fingur um að þau geti haldið ball sem fyrst. Ráðið er því á fullu núna að skipuleggja minni viðburði líkt náttfatadag í skólanum og svo er einnig næsta verkefni hjá þeim að skipuleggja draugahús Bústaða sem verður í kringum Hrekkjavökuna fyrir miðstig og unglingastig.

Við erum spennt að fara inn í október sem er stútfullur af fjölbreyttum og spennandi dagskráliðum fyrir miðstig og unglingastig. Dagskrárnar er komnar inná heimasíðuna þar sem hægt er að sjá hvað er framundan hjá okkur í Október.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt