Sjöunda bekkjar opnanir í Laugó – Félagsmiðstöðvar opnar í allt sumar

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Það sem eftir lifir sumarstarfsins hjá Kringlumýri munum við bjóða uppá sérstakar opnanir í Félagsmiðstöðinni Laugó fyrir þá sem voru að klára sjöunda bekk og eru á leið í áttunda bekk (fædd 2006).

Opnanirnar verða frá 14-16:30 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Sumarstarfinu lýkur þann 15. ágúst en lokað er vikuna eftir verslunarmannahelgi (5.-9. ágúst). Þar fyrir utan verður opið alla þriðjudaga, miðvkudaga og fimmtudaga þangað til.

Í boði verður allt það sem Laugó hefur uppá að bjóða svo sem: borðtennis, billiard, playstation, spil, stúdíó, föndur, málun og margt fleira auk þess sem við munum krydda uppá einhverju nýju við góð tækifæri. Við viljum taka fram að þessar opnanir eru í boði fyrir alla sem fæddir eru 2006. Það þarf ekki að skrá neinn á þessar opnanir og í boði að kíkja við í styttri eða lengri tíma.

Á þessum tíma gefst unglingunum tækifæri á að kynnast starfinu í félagsmiðstöðinni betur með sínum jafnöldrum en opnunartími fyrir þennan árgang eykst mikið um leið og þau koma í áttunda bekk.

Áfram verður opið í félagsmiðstöðvum í hverfinu mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld fyrir 8-10 bekk auk dagopnanna á þriðjudögum og fimmtudögum. Á mánudögum er opið í Buskanum frá 19:30-22:30 og á þriðjudögum er einnig opið í Buskanum frá 13-16:30 á þriðjudögum. Á miðvikudagskvöldum er opið í Laugó frá 19:30-22:30 en á fimmtudögum eru dagopnanir frá 13-16:30. Á föstudagskvöldum er svo opið frá 17-22:30 í Þróttheimum. Þá er einnig opið sömu kvöld í Bústaðar-og háaleitishverfi en það er til skiptis í Bústöðum og Tónabæ. Allir viðburðir eru opnir öllum unglingum í 8.-10. bekk, sama í hvaða skóla þeir eru.

Einnig verður félagsmiðstöð á hjólum einnig virk út sumarið þar sem skellt verður í viðburði eftir veðri og vindum. Slíkir viðburðir eru auglýstir sérstaklega á samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvanna.

Vonandi leggst þessi nýjung vel í ykkur og við sjáum sem flesta kíkja við hjá okkur áður en skólinn hefst.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt