Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi heldur árlega viðburð sem heitir SamFestingurinn. Hann er með því sniði að á föstudagskvöldi er ball og á laugardeginum Söngkeppni Samfés. Á ballinu í ár koma Stuðlabandið, Ragga Hólm, Clubdub, Flóni, Kobbi Coco, Joey Christ, Juicebox, unglingahljómsveitir og dj-ar fram. Á söngkeppninni sem er sýnd í beinni útsendingu á Rúv gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína af landinu öllu. Veitt eru verðlaun fyrir efstu sætin en sérstök aukaverðlaun eru veitt fyrir besta íslenska textann sem saminn er af unglingi.

Það sem almenningur veit minna um er Leiktækjamót Samfés sem verður haldið laugardaginn 23. mars kl. 09.00-12.30. Þar gefst ungmennum tækifæri að keppa í borðtennis, pool, fótboltaspili og pílukasti. Hver félagsmiðstöð getur skráð allt að 8 keppendur í hvert mót en keppendur geta aftur á móti bara verið skráðir í eina keppni. Borðtennis, fótboltapil og pílukast fer fram í TBR(Tennis- og Badmintonfélag Rvk.) og pool fer fram í  Snóker- og Poolstofunni Lágmúla. Starfsmenn félagsmiðstöðva fylgja keppendum sínum á Leiktækjamótið jafn sem Söngkeppnina.

Við hvetjum ungmenni til þess að koma tala við okkur starfsfólkið og skrá sig á mótið.

Góðar stundir.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt