Starfsdagar unglingastarfs

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Vikan 11. – 15. september var frekar óvenjuleg hjá starfsfólki unglingastarfs Kringlumýrar.

Á mánudag og þriðjudag tóku forstöðumenn og aðstoðarforstöðumenn félagsmiðstöðva hverfanna sér frí frá sínum daglegu verkefnum og héldu saman upp í Bláfjöll þar sem markmiðið var efla hópinn, gera upp liðinn vetur og stilla saman strengi fyrir þann næsta. Hápunktur ferðarinnar má segja að hafi verið hellaferð inn í Djúpahelli undir öruggri leiðsögn Haralds Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Kringlumýrar. Förinni var heitið innst í hellinn þar sem hópurinn þurfti að vinna saman til að ná því takmarki. Inni í hellinum var hvert tækifæri nýtt til ígrundunar eins og í raun ferðinni allri. Þá fengu starfsmenn einnig kynningu á hugmyndafræði sálfræðingsins Martin Brokenleg og hún skoðuð út frá því starfi sem unnið er í félagsmiðstöðvunum.

Eftir stutt stopp í borginni tóku svo við starfsdagar Samfés á fimmtudag og föstudag en þetta árið voru þeir haldnir á Laugarvatni. Á starfsdögum koma saman starfsmenn félagsmiðstöðva alls staðar af landinu og skapast þar einstakur vettvangur til að kynnast kollegum þvert á landshluta og deila hugmyndum og verkefnum úr starfinu. Formlega dagskráin samanstendur af fyrirlestrum og málstofum frá ýmsu fagfólki og samtökum sem erindi eiga við starf félagsmiðstöðvanna á einn eða annan hátt.

Eftir vikuna má með góðu móti segja að starfsfólk félagsmiðstöðvanna sé tilbúið til að takast á við þau fjölmörgu verkefni vetrarins sem bíða og hlakka allir til komandi missera.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt