Starfsemi Kringlumýrar fékk þrenn hvatningarverðlaun SFS

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í dag fékk Kringlumýri þrenn hvatningaverðlaun skóla- og frístundaráðs fyrir framsækið frístundastarf í Reykjavík.

1. Egill Sigursveinsson fékk fyrir Glaðheimapopp sem er skapandi tónlistarverkefni sem hann hefur stýrt. Þetta hefur gefið börnunum frístundaheimilunum í Glaðheimum tækifæri til þess að prufa sig áfram í textagerð, tónsköpun og söng undir handleiðslu fagfólks í Glaðheimum. Börnin hafa spunnið texta og samið tónlist og farið með í stúdío félagsmiðstöðvarinnar Þróttheima. Afrakstur vinnunnar eru svo fjögur mismunandi og fjölbreytt lög sem hátt í 20 börn í Glaðheimum komu að og sungu í. Þessi lög voru svo sett inn á tónlistarveituna Spotify og hafa vakið verðskuldaða lukku þar og eru spiluðu nánast daglega í Glaðheimum og víðar.
Tónsköpunarverkefni sem ýtir undir sjálfstraust og þátttöku barna. Verkefnið er tekið alla leið með því að fara í stúdíó, útsetja lögin með þeim og setja á Spotify. Börnin hafa fengið sínar 15 mínútur af frægð. Flott frumkvæði og farið með þetta alla leið.

2. Samuel Levesque starfsmaður barnastarfs Kringlumýrar fékk sérstaka viðurkenningu fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í skapandi útikennslu. Samuel hefur starfað hjá Kringlumýri í yfir áratug en í nokkur ár hefur hann flakkað á milli frístundaheimila í Laugardalnum, Háaleiti og Bústöðum á sérútbúnu hjóli með útieldunargræjur, verkfæri og efnivið sem hann finnur til og býr til sjálfur. Hann virkjar börnin með sér í öðruvísi og skapandi útivist, býr til vettvang fyrir þau til að tálga, fara í bogfimi, skylmingar og áhættuleiki, þar sem þau fá að kanna á eigin forsendum eftir þroska og getu, virðingu fyrir hvoru öðru, sjálfum sér og umhverfinu. Árangur starfs hans með börnunum er sjálfsörugg börn sem gefast ekki upp þó móti blási. Hann er dýrkaður og dáður af hátt í 1000 börnum á frístundaheimilunum sem öll bíða eftirvæntingarfull eftir að Samuel komi í heimsókn til þeirra. Samuel hefur unnið af mikilli fagmennsku, metnaði, þolinmæði og ávallt með bros á vör.

3. Laugarsel og Laugarnesskóli hlutu í lok nóvember 2018 viðurkenningu UNICEF sem réttindafrístund og réttindaskóli. Í verkefninu var byggð brú á milli skólans og frístundaheimilisins og þurfti að finna starfsaðferðir sem virkuðu bæði í skóla og frístundastarfi. Var þarna í fyrsta sinn á heimsvísu unnið sameiginlega að innleiðingu réttindaskólaverkefnisins. Laugarsel og Laugarnesskóli eru með sameiginlegt réttindaráð. Þau hafa tengt Barnasáttmálann á ýmsan máta í starfið og kennt börnunum um réttindi sín í máli og myndum. Meðal annars hafa þau tengt ákveðin ákvæði úr barnasáttmálanum myndrænt við ólíka þætti í hefðbundnu starfi, leitt listaverkefni þar sem fjallað er um réttindi barnanna, hverfið skoðað með gagnrýnum augum og reglulega haldið „mikilvægan fund“ þar sem börnin ræða um og kjósa um hugmyndirnar sem koma upp úr hugmyndakassanum. Þetta er liður í því að börnin hafi áhrif á starfið því það skiptir miklu máli að þau hafi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Við óskum öllum þeim sem komu að þessum verkefnum innilega til hamingju

  

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt