Starfsfólk Glaðheima veturinn 2018-2019

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Glaðheimar búa að því að hafa náð að halda ansi góðum og stórum kjarna starfsfólks síðustu árin og starfsreynsla starfsmannanna okkar því ansi há miðað við sambærileg frístundaheimili í borginni. Sameiginleg starfsreynsla starfsmannahópsins í vetur nær þvi yfir 48 ár í frístundastarfi hjá Reykjavíkuborg.  Hjá okkur starfa 14 mans í heildina, 2 starfsmenn í fullu starfi, Gísli og Sóley, og 12 starfsmenn í hlutastarfi, frá 25-55% starfshlutfall. Þessir 12 starfsmenn eru að sinna tveimur störfum, það eru frístundaleiðbeinendur, almennir starfsmenn sem sinna öllum okkar börnum, klúbbastarfi og almennri gleði. Frístundaleiðbeinendur með umsjón eru starfsmenn sem sinna þeim börnum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Við státum okkur einnig af því að hafa hærra hlutfall karla en flestar aðrar stofnanir sem sinna uppeldi eða umönnun en í vetur eru kynjahlutföllin 8 karlmenn á móti 6 konum.

 

Starfsmenn Glaðheima þennan veturinn eru :

Gísli Ólafsson  – forstöðumaður – lærði Uppeldis og menntunarfræði í Háskóla Íslands og hefur starfað í frístundatsarfi hjá borginni í rúmlega 10 ár.

Sóley Ósk Eyjólfsdóttir – aðstoðarforstöðumaður – Lærður leikskólakennari sem hefur starfað í Glaðheimum síðastliðin 6 ár.

Abdilatif Ahmed – Nýfluttur til íslands frá Svíþjóð þar sem hann hefur unnið sem kokkur og á leikskóla. Er frá Kenya.

Andrés Lars Kristjánsson – Er á fyrsta ári í starfi hjá Glaðheimum og er að læra Sögu í Háskóla Íslands

Birta Rós Gunnarsdóttir – Er á sínum þriðja vetri í Glaðheimum og er að læra kennslufræði í Háskóla Íslands

Birta Rún Gunnarsdóttir – Byrjaði núna í Janúar sem frístundaleiðbeinandi með umsjón og er að læra kennslufræði í Háskóla Íslands

Bjarni Gautur Eydal Tómasson – Hefur unnið í Glaðheimum í 4 ár og er kvikmyndagerðamaður samhliða starfi sínu í Glaðheimum

Daði Garðarsson – Hefur unnið í Glaðheimum í 4 ár og sinnir öðrum ummönnunarstörfum samhliða starfi sínu í Glaðheimum

Egill Sigursveinsson – Hefur unnið í Glaðheimum í 4 ár og meðal annars átt frumkvæðið að Glaðheimapoppi og búið til mörg skemmtileg verkefni í listasmiðjunni. Egill er einnig tónlistarmaður.

Egill Ragnars Guðjohnsen – Er á sínu öðru ári í Glaðheimum og er íþróttamaðurinn í starfsmannahópnum.

Elín Birta Sverrisdóttir – Hefur unnið í Glaðheimum í 6 ár og er meðal annars höfundur að Hellaleiknum fræga sem börnin elska.

Greipur Hjaltason  – Hefur unnið í Glaðheimum í 4 ár og hefur einnig unnið sem fótboltaþjálfari hjá Þrótt.

Izabela Katarzyna Hadrian – hefur unnið í Glaðheimum í 5 ár og er listamiðjumeistarinn okkar, hún er listamaður að mennt og hefur búið til ótrúlega flott verkefni í listasmiðjunni í gegnum árin.

Kristón Rós Heiser – er á sínu fyrsta ári í Glaðheimum og hefur komið með enn meiri kraft inn í listasmiðjustarfið okkar.

 

 

Ef þið viljið sjá myndir af starfsfólkinu þá getið þið opnað þennan hlekk hérna fyrir neðan og rúllað örlítið niður.

Um Glaðheima

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt