Stórskemmtilegar síðustu vikur!

 In Krakkakot

Það er búið að gerast margt skemmtilegt í Krakkakoti á síðustu vikum. Það hafa verið m.a. 3. og 4. bekkjarfjör, barnaráðsfundir og ýmsir skemmtilegir klúbbar, svo eitthvað sé nefnt.

Á barnaráðsfundunum er farið yfir þær hugmyndir sem koma úr hugmyndakassanum en fundarnir eru haldnir aðra hverja viku. Hugmyndirnar eru svo flokkaðar í þrjá flokka það sem er hægt að framkvæma, kannski hægt að framkvæma og loks ekki hægt eða grín hugmyndir. Í lok hverja funda er farið yfir hugmyndirnar í hægt að framkvæma flokknum og þar kosið um tvær hugmyndir sem verða svo framkvæmdar í vikunni eftir á. Barnaráðið hefur valið ýmislegt skemmtilegt til að gera eins og t.d. að búa til kókoskúlur, fara í Roblox í tölvum og borða Sun Lolly og svo fleira. 

Það hefur margt gerst í 3. og 4. bekkjarfjöri en í síðustu viku fóru þau t.d. í ísferð í Vesturbæjarís. Þar fengu krakkarnir að velja sér annaðhvort súkkulaði, vanillu- eða jarðaberjaís. Krakkarnir fannst ísinn vera mjög góður og voru verulega ánægð eftir ferðina. Þetta er mjög vinsæll liður í 3. og 4. bekkjarfjöri og því alltaf jafn skemmtilegt.

í hverri viku höfum við svo haft uppáhalds teiknimynd starfsmanns en þar fær starfsmaður að sýna krökkunum sína uppáhalds teiknimynd, við höfum horft m.a. á Anastasía og Zootropolis. Við höfum byrjað með jólaföndursklúbb en þar búa börnin til heimagert jólaskraut eins og t.d. jólastjörnur, músastiga og snjókarla, sem er hengt hér upp í Krakkakoti. Það er eitthvað komið upp en markmiðið okkar er að skreyta allann ganginn með heimagerðu skrauti fyrir jól.

Þangað til næst!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt