Styttist í Réttindafélagsmiðstöð

 In Forsíðu frétt, Laugó

Nú styttist í að Félagsmiðstöðin Laugó fái vottun frá Unicef á Íslandi og verði Réttindafélagsmiðstöð. Það eru þónokkur tíðindi þar sem unnið hefur verið í innleiðingarferlinu, í um tvö ár. Laugó uppsker vel og verður fyrir vikið fyrsta félagsmiðstöðin sem tekur við slíkri vottun en eitt frístundaheimili og tveir skólar hérlendis hafa nú þegar hlotið vottun sem Réttindaskólar. Samhliða Laugó mun Laugalækjarskóli taka við vottun frá Unicef.

Starfsfólk Laugó leggur áherslu á sterkt samstarf við Laugalækjarskóla og hefur góður andi myndast milli starfsfólks skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Þetta auðveldar báðum aðilum að gæta þess að börn og unglingar njóti góðs af boðskap Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Í ferlinu hefur Laugó lagt áherslu á að gera barnasáttmálann aðgengilegan og áhugaverðan með myndböndum, skreytingum á veggi og í samræðum. Einnig höfum við lagt áherslu á að rödd þeirra heyrist og að skýrt ferli sé til staðar til þess að vinna með hugmyndum um hvað eigi að gera í félagsmiðstöðinni.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt