Sumar í Kringlumýri

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Í sumar mun Kringlumýri bjóða uppá vikunámskeið fyrir krakka sem eru að ljúka við 5, 6 og 7 bekk núna í vor og er skráning hafin inná sumar.fristund.is.

Námskeiðin verða með ákveðnu þema og verða þau; Sjálfstyrking- og núvitund, Vinnáttufærni, Framkoma og tjáning og Útivist og heilsa. Við munum gera margt skemmtilegt á þessum námskeiðum eins og fara í ferðir, prófa eitthvað nýtt og vinna verkefni tengd þemanu hverju sinni.

Námskeiðin verða í boði í allt sumar og munu fara fram í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og félagsmiðstöðinni Tónabæ. Síðari hluta sumars fara námskeiðin einungis fram í Þróttheimum en opið fyrir alla á þessum aldurshópi. Fyrstu námskeiðin byrja 11.júní og síðasta námskeiðið lýkur 16.ágúst.

 

Unglingastarf Kringlumýrar verður ekki síður öflugt í sumar, alls verða þrír vinnuskólahópar á vegum félagsmiðstöðvanna sem munu eiga heimastöðvar í Þróttheimum og Bústöðum. Hóparnir munu bæði sinna hefðbundnum verkefnum vinnuskólans ásamt því taka að sér sérverkefni sem félagsmiðstöðin heldur utan um.

Að auki verður félagsmiðstöðin opin fyrir nemendur í 8-10.bekk öll mánudagskvöld, miðvikudagskvöld og föstudagskvöld.

 

Kringlumýri fer bjarsýn og full af gleði inn í sumarið með börnum og unglingum hverfisins.

 

 

Nánari upplýsingar eru inná kringlumyri.is

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Starfsmenn félagsmiðstöðvar í Kringlumýri

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt