Sumarkveðjur frá Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Loks á ný getum við í Þróttheimum farið að huga að opnunum í hefðbundnari mynd. Frá og með 4.maí mun starfsemi Þróttheima hefjast með sambærilegu sniði og fyrir covid 19. Tímasetningarnar verða þær sömu og áður var en dagskráin sem gefin var út mun taka einhverjum breytingum. Við ætlum að vera meira úti en áætlað var, engin matur er í boði og fyllsta hreinlætis er gætt. Að því sögðu hlökkum við mikið til að taka á móti börnum og unglingum skólans að nýju. 

Þessum óvenjulega tíma fer hægt og bítandi að ljúka. Við í Þróttheimum höfum útbúið maí-dagskrá fyrir miðstig og unglingastig. Það má sannarlega segja að tímarnir hafi vakið upp tilfinningar sem ekki er auðvelt að lýsa. Við gleðjumst yfir komandi tímum, njótum þess að sumarið sé komið og að við getum farið í meira magni að hitta okkar nánasta fólk.

Covid 19 og samkomubannið hefur skapað vettvang fyrir okkur að gera og reyna á eitthvað nýtt og er það búinn að vera mikill lærdómur fyrir bæði unglingana okkar og starfsfólkið. Að mörgu leyti gerðist margt gott á þessum tíma en markmiðið okkar frá upphafi samkomubanns var að við í Þróttheimum, starfsfólk og unglingar, myndum skapa einhverja afurð til að líta til baka á frá þessum tíma. Það sem situr eftir frá okkur er t.d rafrænt tímarit sem mun án efa halda áfram að birtast, hlaðvarp sem hægt er að nálgast hér, margskonar fróðleikur, uppskriftir, hugleiðsla, leikir og fleira sem nálgast má hér og á instagram síðu félagsmiðstöðvarinnar.  

Sumarkveðjur frá Þróttheimum

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt