Sumarnámskeið vika 4 í Laugarseli

 In Laugarsel

Síðasta vikan fyrir sumarlokun var alls ekki af verri endanum!

Við vorum að baka og föndra á mánudeginum, nýttum líka góða veðrið úti. Við fórum í ævintýrasmiðju til hans Samuel í Dalheimum þar sem hægt var að leika í náttúrunni, búa til tjaldaborgir, fara í skylmó og reipitog og fleira skemmtilegt. Þar var einnig búið til kakó yfir eldi. Á  miðvikudaginn fórum við í Nauthólsvík þar sem var keppst við að fara í sjóinn og pottinn til skiptis. Á fimmtudeginum var farið í Gufunesbæ, þar var leikið í kastalanum sem er þar og með ýmis leiktæki. Einnig var boðið uppá pulsu sem slær alltaf í gegn! Á föstudeginum var svo farið í vatnsstríð í Dalheimum með fleiri frístundaheimilum í Laugardalnum!

Hér má sjá myndir frá vikunni

Fleiri myndir koma í ágúst…

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt