Svipmyndir úr Glaðheimum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Hérna fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá seinustu tveimur vikum í Glaðheimum. Sem fyrr er gleðin í fyrrirúmi og börnin alltaf jafn skapandi í að velja sér viðfangsefni.

Taflborðið er mjög mikið notað í Glaðheimum og nokkur börn sem láta aldrei líða heila viku án þess að taka allvega einn dag í skák. Oftar en ekki er þá hópur í kring sem fylgist vel með leiknum eins og á þessari mynd.

 

Við reynum að uppfæra spilahilluna okkar reglulega og sum spil þarf alltaf að kaupa aftur ef þau skemmast. Stratego er eitt af þeim spilum. Strákarnir við borðið eru að spila Stratego en þeir sem sitja á gólfinu eru að spila top trumps.

Við nutum þess í botn þegar snjórinn var sem mestur og fengum við þennan glæsilega hól frá snjómokstri borgarinnar. Krakkarnir voru ekki lengi að átta sig á tækifærunum sem það fól í sér og grófu heilu göngin í gegn.

Nokkrir drengir í 1. bekk óskuðu eftir því að hafa svokallaðan “meme” klúbb sem Bjarni starfsmaður greip á lofti og hrinti í framkvæmd. Þar voru krakkarnir að skoða sögu meme-a og teikna svo sjálf sínar myndir. Fyrir þá sem ekki þekkja þá eru meme myndir á netinu sem fólk tengir við og getur yfirfært á sínar kringumstæður, oftar en ekki fylgir myndinni texti sem fólk getur breytt til þess að gera brandara úr sem tengist þeirra umhverfi og veruleika.

Listasmiðjan er eins og alltaf full af börnum og góðum hugmyndum. Hérna má sjá börnin föndra á Valentínusardaginn og eins og við mátti búast bjuggu þau til ansi mörg hjörtu og blóm þann daginn.

Annað skemmtilegt verkefni úr listamsiðju en hérna hafði Izabela útbúið uppstillingu og hvatti krakkana svo til þess að æfa sig að mála þeirra sjónarhorn á uppstillinguna. Þar vour blóm, epli melónur og fleira.

Lego er klassískt og klikkar aldrei, við höfum sankað að okkur mjög góðum lager af legó kubbum og hvetjum krakkana til þess að vera skapandi í legó horninu. Greipur starfsmaður hefur þar verið krökkunum góð fyrirmynd en hann dundar sér við að búa til ótrúlegustu hús, geimskip eða bíla sem krakkarnir bíða í röðum eftir að fá að leika sér með eða reyna að herma eftir.

Segulkubbarnir virðast hafa mun fleiri möguleika en við fullorðna fólkið áttum okkur á og börnin kenna okkur það á hverjum degi þegar þau nota þá til þess að búa til bolta, hús, dýragarða, geimskip eða eitthvað allt annað sem við höfum ekki ímyndunaraflið í að finna uppá.

Fótbolta-skotbolti er vinsælasti leikurinn í Partýhúsinu þessa dagana en Jónsi flakkari kenndi krökkunum hann fyrr í vetur. Leikurinn er eins og skotbolti nema þú mátt bara sparka bolta í aðra til að ná þeim úr leik. Við notum frauðbolta svo enginn slasi sig.

Hérna er hópur í dimmalimm úti í góða veðrinu.

Þegar það vantar marga starfsmenn í Glaðheimum grípum við stundum til þess að bjóða börnunum uppá að horfa á mynd í Partýhúsinu.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt