Sýnishorn af daglegu lífi í Glaðheimum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Hérna má sjá nokkrar myndir úr daglegu lífi Glaðheima síðustu mánuðina. Hérna má sjá börnin í leik Partýhúsinu, útiveru, listamsiðju og Hjartanu.

 

Pappakassa byggingarefnið vakti mikla lukku og börnin hafa bæði búið til alskonar mannvirki og listaverk úr þessum skemmtilega efnivið.

Listasmiðjan er alltaf smekkfull eins og sést á þessari mynd en þær Kristín Rós og Izabela hafa séð börnunum fyrir endalaust af skemmtilegum og áhugaverðum verkefnum í vetur. 

Hérna er hópurinn á “drekaróló” en þangað förum við stundum á löngum dögum þegar okkur langar að breyta til í útiveru. 

Just Dance er eitt af því vinsælasta sem er á boðstólnum í Glaðheimum og hérna má sjá eitt af fjölmörgum góðum danssporum sem tekin eru í Partýhúsinu. 

Fjölleikahúsið stendur alltaf undir nafni og þar er fjölbreyttur efniviður í alskonar leik. Hérna er kúlubrautin skemmtilega aðalmálið. 

Eitt af því sem virðist aldrei hætta að vera skemmtilegt er að perla og það er stundum í boði í Höllinni. 

Listasmiðjan þennan daginn hefur verið með “emoji” þema ens og sjá má

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt