Þriðja vikan í Glaðheimum

 In Glaðheimar

Heil og sæl kæru foreldrar,
***English below***

Mánudagurinn tók á móti okkur með glampandi sól! Ferðinni þann daginn var heitið í  Norræna húsið þar sem hún Ágústa tók á móti okkur og sagði okkur frá húsinu og starfseminni þar. Við fengum líka að skoða barnabókasafnið og leika okkur á útisvæðinu í Vatnsmýrinni.

Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn í Spilavini og lærðum fullt af nýjum skemmtilegum spilum. Eftir hádegi var Samúel með bogfimi í matsalnum og bíómyndin Jónsi og riddarareglan sýnd.

Miðvikudaginn hoppuðu allir í pollagallann sinn og  lá leið okkar að þessu sinni upp í Árbæ að sjá brúðubílinn. Það var stórskemmtilegt þótt það hafi ringt stanslaust. Eftir sýninguna var ekki annað í stöðunni en að skella sér í sund og svamla með vinum okkar frá Sólalandi.

Dalheimar buðu okkur í heimsókn á fimmtudaginn. Þau voru búin að undirbúa alskyns klúbbastarf fyrir okkur; Egill var með skylmó, Oddrún úr Dalheimum og Elín okkar voru með bökunarklúbb og margt fleira.

Í dag fórum við með rútu í Heiðmörk með vinum okkar úr Dalheimum. Fyrsta stopp var við Kringlumýrarlund hjá Rauðhólum. Þar tók á móti okkur starfsfólk skógræktarfélags Reykjavíkur og leiðbeindu okkur í að gróðursetja tré. Svo var ekið að Furulundi þar sem við vorum í rúma þrjá tíma að leika okkur, kanna svæðið, borða nesti og grilla sykurpúða.

Hafið það gott um helgina!

***
Dear parents,

Monday greeted us with a lot of sun! The trip that day was to the Nordic House where Ágústa welcomed us and told us about the house and what they do there. We had a look at the children’s library and played in in the great outdoor area by Vatnsmýri.

On Tuesday we went to Spilavinir and learned a lot of new fun games. After lunch Samuel shot with bows and arrows with the children and we watched the movie Justin and the Knights of Valour.

Wednesday everybody suited up in their rain gear and made our way to Árbæ to see a puppet show at Brúðubíllinn. It was great fun, though it rained the entire time. After the show the only thing that made sense was to go swimming with our friends from Sólaland.

Yesterday Dalheimar invited us over. They had prepared different workshops for us; fencing with Egill, Oddrún from Dalheimar and Elín baked with the children and much more.

Today we went with our friends from Dalheimar to Heiðmörk. The first stop was at Kringlumýrarlundur by Rauðhólar. There we were welcomed by the staff of Reykjavík Forestry Association and they helped us to plant trees. Then we drove to Furulundur where we stayed for about three hours playing, exploring the area, had lunch and grilled marshmallows.

Good weekend!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt