Þróttheimafréttir í samkomubanni – pocast, tímarit ofl

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Síðustu vikur hefur starfsfólk Þróttheima unnið hörðum höndum að því að færa félagsmiðstöðina yfir á starfrænt form. Þessi tilraun hefur gengið upp og ofan og við förum reynslunni ríkari inn í nýja tíma. Þróttheimar hafa aðallega deilt efni í gegnum instagram og haldið úti live útendingum í gegnum miðilinn. Við höfum einnig gefið út rafrænt tímarit og er von á næsta tölublaði á morgun, miðvikudag. Einnig er félagsmiðstöðin komin með podcast rás þar sem tekin eru viðtöl við nemendur skólans um hvernig því líður í samkomubanni og hvaða lausnir þau eru með til samnemenda sinn um að gera það sem bærilegast. Við vonum að sem flestir gefi sér tíma í að hlusta á þessa frábæru unglinga sem gáfu sér tíma til að spjalla við okkur og deila reynslu sinni og sögum.

Hér má nálgast þættina á soundcloud síðu Þróttheima

https://soundcloud.com/user-72628090?fbclid=IwAR3Oca-n93IEc-xGzNrPk0j_osigcYSvmNJ6D3h1klTsXF_0tjk-kSYApN8

Hér má nálgast fyrsta tölublað Þróttheima (nýtt væntanlegt á morgun)

https://www.flipsnack.com/throttheimar/r-ttheimar-t-marit-1-fzp8rsylc.html?fbclid=IwAR35vPLhL_JaDKDlZgHKVU1ss-BRBXIJL2lEyROnH75lHIrKuCdNyrf_vL8

Við í Þróttheimum áttum okkur á því að þetta eru erfiðir og snúnir tímar fyrir fjölskyldur. Það reynir á alla að vera svona mikið heima og eiga minni tíma út af fyrir sig og sumir upplifa stöðugt áreiti. Aðrir finna fyrir einangrun og einmannaleika og það á ekki síst við unglingana okkar sem eru í mjög skertri viðveru í skólanum og engum íþróttum eða tómstundum.

Við í Þróttheimum reynum okkar allra besta að búa til afþreyingu sem er uppbyggileg og fjölbreytt og hvetur til skemmtilegra verkefna. Við deilum reglulega uppskriftum, áskorunum, myndagátum og almennri hvatningu til nemenda skólans og vonum innilega að það skili sér að einhverju leyti til þeirra og jafnvel hafi keðjuverkandi áhrif inn á heimilið.

 

Við óskum ykkur gleðilegra páska og hlökkum til að finna nýjar leiðir til að virkja unglingadeild Langholtsskóla

Starfsfólk Þróttheima

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt