Tie-dye í 3. bekkjarfjör

 In Krakkakot

3. bekkur skemmtu sér mjög vel í gær í bekkjarfjöri þegar þau fengu að lita klúta með tie-dye litum.

Fyrst þurftu krakkarnir að binda klútinn eins og þau vildu hafa hann saman með teygjum. Síðan var klútnum dýft í bindiefni og þar á eftir var litarefninu sprautað yfir. Það voru þrír litir í boði en þeir voru gulur, rauður og blár. Síðan en ekki síst voru svo klútarnir settir í poka til að þorna. Síðan máttu krakkarnir taka pokann með sér heim og þrífa klútinn heima hjá sér þegar liturinn væri búinn að sitja nógu lengi í.

Krakkarnir  voru virkilega ánægð með klúbbinn og voru dugleg að fara eftir fyrirmælum og sýndu þolinmæði á meðan beðið var eftir að röðin kæmi að þeim.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt