Tónabær snýr aftur eftir sumarfrí

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Tónabær er kominn úr sumarfríi og er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir veturinn.

Við erum búin að opna félagsmiðstöðina fyrir unglingunum, byrjuðum vetrarstarfið á opnunarkvöldi fyrir 8.-10.bekk. Þar buðum við þau innilega velkomin eftir sumarfríið, það var kaka, ávextir og fleira í boði fyrir krakkana. Það var ánægjulegt að hitta alla unglingana aftur, einnig að hitta nýja unglinga, og svo fengu unglingarnir líka að hitta nýjan starfsmann.

En á miðvikudaginn síðastliðinn, þá var 8.bekk boðið sérstaklega í heimsókn í Tónabæ, en þá var 8.bekkjarkvöld, þar sem var einungis opið fyrir þau, þar var boðið upp á kynningu á starfinu í Tónabæ, farið yfir helstu reglur, starfsmennirnir kynntir, farið var yfir ýmsa viðburði og annað, þvínæst var boðið upp á léttar veitingar og farið í hópeflisleiki til að kynnast betur og efla samskiptin.

Undanfarna viku höfum við líka verið að fá árgangana úr miðstiginu í heimsókn til okkar með kennurum sínum, þar sem þau fengu að sjá aðstöðuna og kynnast starfsfólkinu lítillega, dagskrá fyrir 5.-7.bekk hefst í næstu viku, en fyrsta vikan fer í opið hús og kynningar.

Við ákváðum að breyta miðstigsstarfinu í öllu hverfinu, en í Tónabæ verður hver bekkur sér og verður 5.bekkur á mánudögum kl 14:20-15:20, 6.bekkur á mánudögum 15:30-16:30 og 7.bekkur miðvikudaga kl 14:15-15:45. Til viðbótar við það verða smiðjur í boði, ekki ólíkt sumarsmiðjunum, en þær verða annanhvern föstudag. Þessar smiðjur verða opnar fyrir 5.-7.bekk í öllu hverfinu og munu þær vera á mismunandi stöðum, þær verða auglýstar sérstaklega þegar allt er komið á hreint.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt