Unglingastarf Þróttheima í október

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Við förum full af krafti inn í nýjan mánuð með unglingum Langholtsskóla. Nemendaráð skólans hefur staðið sig frábærlega og sá um að setja saman dagskrá mánaðarins eftir að hafa kallað eftir tillögum frá samnemendum sínum.

Síðastliðna helgi fóru fimm nemendur skólans á Landsmót Samfés þar sem að þau tóku þátt í fjölbreyttum viðburðum á vegum samtakanna ásamt því að vera hluti af stóru norrænu ungmennaþingi um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Hópurinn á stórt hrós skilið fyrir virka þátttöku og metnaðarfullt starf í þágu ungs fólks á landinu.

Í október ætlum við að meðal annars að gera brjóstsykur, fara saman í bíó, skella okkur í ísbúð, hafa 10.bekkjar kvöld ásamt mörgu öðru.

Klúbba og hópastarf félagsmiðstöðvarinnar er hafið og hefur Marvelklúbburinn þegar haldið nokkra fundi. Einnig hefur verið stofnaður hiphop klúbbur sem hefur fundað einu sinni. Femínistafélagið hefur líka haldið einn opin fund og ætlar sér að vera enn öflugra en síðastliðið ár.

Við hvetjum foreldra til hika ekki við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

 

We are going full force into a new month with the youth of Langholtsskóli. The student body is doing a wonderful job of organizing the monthly program after calling for suggestions from their fellow students.

Last weekend, five students from Þróttheimar attended Landsmót Samfés where they participated in a variety of events organized by Samfés (National Confederation in the field of youth work) as well as being part of a large Nordic youth conference on the UN’s global goals. The group deserves a huge praise for active participation and ambitious work for the benefit of young people in the country.

In October we plan to make some  hard candy, go to the movies together, go for icecream, have a 10th grade evening among many other things.The club and group activities of the Þróttheimar have begun. The Marvel Club has already held several meetings. A hip-hop club has also been established and has held one meeting. Blær, The Feminist Club has also held one open meeting and intends to be even more powerful than last year.

We encourage parents to contact us if any questions arise.

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt