Ungmennaráð fundaði með borgarstjórn

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Þriðjudaginn 26. mars síðastliðinn átti sér stað árlegur fundur Reykjavíkurráðs ungmenna með borgarstjórn þar sem ungmenni úr öllum hverfum borgarinnar leggja fram tillögur um mál sem brenna á þeim. Ungmennaráð Laugardals, Háaleitis og Bústaða lagði fram tvær tillögur á fundinum sem fluttar voru af tveimur af fulltrúum ráðsins í Reykjavíkurráði ungmenna, þeim Emblu Nótt Pétursdóttur og Freyju Dögg Skjaldberg. Fyrri tillagan sneri að aukinni viðveru hjúkrunarfræðinga í grunnskólum borgarinn og var hún flutt af Emblu Nótt. Tillagan vakti mikla lukku á fundinum og sköpuðust miklar umræður um mikilvægi tillögu sem þessarar og var hún samþykkt einróma. Seinni tillagan sem flutt var af Freyju Dögg fjallaði um mikilvægi þess að borgarstjórn samþykkti að veita auknu fjármagni í frístundastarf fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri. Þeirri tillögu var einnig vel tekið og voru allir sem tóku til orðs sammála um mikilvægi þess að skipulagt starf í ætt við félagsmiðstöðvar eða ungmennahús haldi áfram eftir að grunnskóla lyki. Tillagan var einnig samþykkt einróma.

Heilt yfir voru umhverfismál, heilsa og vellíðan fyrirferðarmikil mál á þessum fundi og voru allar átta tillögurnar samþykktar og þeim vísað í farveg til efnislegrar umfjöllunar í hinum ýmsu nefndum borgarinnar. Vel var mætt á fundinn og hafði einn borgarfulltrúinn orð á því að aldrei hafi verið jafn mikill áhugi á störfum borgarstjórnar.

Áhugasamir geta séð allar átta tillögur ungmennaráða borgarinnar ásamt greinagerðum hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/tillogurungmennarada_greinargerdir_lokautgafa2019.pdf  

Hér að neðan má svo horfa á upptöku af fundinum í heild sinni. Tillögur Emblu og Freyju eru 3. og 4. liðir á dagskrá fundarins.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt
Snjóhús apríl 2019