Ungmennaráð Kringlumýrar

Home / Ungmennaráð

Ungmennaráð Laugardals, Háaleitis og Bústaðarhverfis starfar undir handleiðslu frístundaráðgjafa í frístundamiðstöðinni Kringlumýri og frístunda- og forvarnarráðgjafa í Þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaðarhverfis. Starfsmenn ráðsins starfa fyrst og fremst sem ráðgjafar ráðsins en taka ekki frumkvæði í störfum þess.

Ungmennaráð hafa starfað í öllum hverfum borgarinnar frá því haustið 2001. Markmiðið með starfsemi ungmennaráða er að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Í starfi sínu síðastliðin ár hafa ungmennráð fjallað um málefni ungs fólks og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, auk árlegs fundar með borgarstjórn. Á þeim fundi var öllum tillögum ungmennanna vísað til umræðu í fagnefndum borgarinnar.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt