Vetrarsmiðjur Kringlumýrar

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Þróttheimar

Síðasta vetur fóru félagsmiðstöðvar Kringlumýrar af stað smiðjustarf fyrir miðstig sem var annan hvern föstudag fyrir áramót og alla föstudaga eftir áramót. Var þetta gert til þess að auka þjónustu við miðstigið og voru viðtökurnar góðar. Við ætlum að halda áfram þessu starfi í vetur og bjóða upp á smiðjur alla föstudaga.

Smiðjurnar/námskeiðin fara fram hvern föstudag, annars vegar í Laugó, Þróttheimum eða Buskanum og hins vegar í Tónabæ eða Bústöðum. Við viljum taka það fram að skráning er nauðsynleg því það er takmarkaður fjöldi í námskeiðin/smiðjurnar. Athugið að smiðjurnar eru á mismunandi stöðum og því nauðsynlegt að haka við staðsetningu til að sjá þá smiðju sem skrá á í.
Dæmi: Ef þú villt skrá þitt barn í baksturssmiðju þá þarf að hafa við Laugó, því smiðjan fer þar fram. Sjá má staðsetningu smiðjunnar á myndinni hér að ofan.

Smiðjurnar/námskeiðin hefjast föstudaginn 7. september og þennan fyrsta föstudag er útivistarsmiðja í Þróttheimum.
Skráning í smiðjurnar hefst í dag, 5. september og fer fram með rafrænum hætti inni á http://skraning.fristund.is

Föstudagana 21.sept og 28.sept verður sjálfsstyrkingarsmiðja sem aðeins er ætlum börnum í 7.bekk. Við hvetjum ykkur til að skrá 7.bekkingana ykkar sem fyrst og hlökkum til að vinna með þeim að bættir sjálfsmynd með jákvæðum og uppbyggjandi aðferðum. Það verður því miður ekki neitt aukalega í boði fyrir 5-6.bekk.
Við hlökkum mikið til að vinna meira með miðstigi skólanna og vonumst til þess að geta stöðugt bætt og þróað þjónustuna við þennan aldur

 

Starfsfólk félagsmiðstöðva Kringlumýrar

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt