Viðhorfskönnunar vika í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Frístundaheimilin í Laugardalnum (Laugarsel, Vogasel, Dalheimar og Glaðheimar) fengu viðhorfskönnunar tæki (happy or not), sem má oft finna í verslunum sem eru að meta þjónustu fyrirtækisins. Við deilum þessari vél og þessa viku höfum við verið að nýta hana til alls kyns könnunar. Við spurðum hvaða jógúrt tegund þeim finnst best, hvaða boltaíþrótt er skemmtilegust í íþróttasalnum og hvaða álegg er best á rúnstykki. Hér má sjá niðurstöður þessara viðhorfskönnunar en við munum svo nýta niðurstöðurnar til að hafa það sem þeim finnst best og skemmtilegast oftar í boði.

Krökkunum finnst þetta kerfi mjög spennandi og spurðu mikið út í úrslitin. Planið er að hafa eina viku í mánuði með ýmis konar spurningum sem þau geta svarað einfaldlega en með þessu geta þau komið skoðunum sínum í ljós og læra á þetta kerfi sem er svo víða.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt