Tíðindi vikunnar

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Við höfum margt sýslað í Dalheimum þessa vikuna, enda erum við sannkallaðir sýslumenn og dugnaðarforkar.

Mánudagur til mæðu, sagði einhver, en viðkomandi hefur sennilega ekki varið sínum mánudögum í Dalheimum. Hér voru bakaðar dýrindis kökur, skot fyrir kvikmynd fest á filmu ásamt almennu klúbbastarfi. Restin af vikunni var nú ekki síðri, en Draugasöguklúbbur varð til í Hreiðrinu þar sem leiklesnir eru nokkrir draugalegir kaflar úr bókinni Rökkurhæðir, eftir Mörtu Hlín Magnadóttur, á hverjum degi.

Ungir, atorkusamir umhverfissinnar tóku sig til og „plokkuðu“ í nærumhverfinu ásamt spretthörðustu ungu konu landsins. Geri aðrir betur!

Þá gæti verið að meðal okkar leynist framtíðar-arkitekt eða innanhússhönnuður, en lítil pappakassahús hafa risið upp á ógnarhraða í listasmiðjunni, hvert öðru glæsilegra.

Hér að neðan eru myndir, tilraunir til að fanga sköpunarkraftinn og gleðina í Dalheimum.

Hlýjar kveðjur og góða helgi!

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt