Vogaskóli í úrslitum Skrekks

 In Buskinn, Forsíðu frétt

Í gærkvöldi tryggði Vogaskóli sér sæti í úrslitum í Skrekk með atriðinu Lifum lífinu. Atriðið er samið, leikið og leikstýrt að öllu leiti af unglingunum sjálfum og hafa verið stífar æfingar allan síðasta mánuð. Atriðið fjallar um mikilvægi þess að líta á jákvæðu hliðar lífsins og ekki láta neikvæðar raddir í samfélaginu draga sig niður. Húmor, söngur, dans og gleði eru bara örfá orð sem nota má til að lýsa þessu frábæra atriði unglingana okkar. Þá var einnig stór hópur unglinga úr skólanum sem keyptu miða og mættu til að styðja samnemendur sína áfram og var frábær stemning í hópnum.

Skrekkur er árleg hæfileikakeppni fyrir grunnskólanemendur í Reykjavík. Allir grunnskólar með unglingadeild geta sent eitt atriði í keppnina. Keppnin fer fram á Stóra sviði Borgarleikhússins með þremur undankvöldum og úrslitakvöldi. Fyrsta undankvöldið fór fram í gær og kepptu 8 skólar um 2 sæti í úrslitum. Ásamt Vogaskóla komst Breiðholtsskóli í úrslit. Aðrir skólar sem kepptu í gær voru Norðlinga­skóli, Klé­bergs­skóli, Háa­leit­is­skóli, Haga­skóli, Fella­skóli og Folda­skóli.

Þess má til gamans geta að Vogaskóli sigraði Skrekk síðast árið 1994 eða fyrir 24 árum síðan eins og unglingarnir minnast á og gera grín að í atriðinu sínu en við vonum að sjálfsögðu að það breytist í ár. Við erum hrikalega stolt af unglingunum okkar og hlökkum til að sjá þau í úrslitum Skrekks á mánudaginn næsta, 12. nóvember. Áhugasamir geta fylgst með keppninni í beinni útsendingu á RÚV sem hefst kl. 20:05.

Áfram Vogaskóli!

 

 

 

 

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt