Vor í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Nú er sólin farin að láta sjá sig og við fögnum því. Við höfum verið mikið úti að nýta góða veðrið í leikjum, fótbolta, körfubolta, snú snú og að dansa. Við látum ekki vont veður stoppa okkur í gleðinni inná milli…

Við vorum með síðdegishressingarkosningar í síðasta mánuði þar sem jógúrt var vinsælast og ristað brauð næst vinsælast og er það á boðstólnum í þessum mánuði.

Það er farið að síga í lok þessara skólaannar sem hefur verið mjög skemmtileg og við kveðjum brátt 2.bekkinn okkar. Síðasti dagurinn í vetrarstarfinu í Laugarseli er 6.júní n.k.

Skráning fyrir næsta haust stendur enn yfir og það er búið að opna fyrir skráningu á sumarstarfinu, en það hefst 11.júní. Skráning fer fram hér.

Það er gaman að segja frá því að á föstudaginn var uppskeruhátíð frístundastarfsins “Höfuð í bleyti” þar sem veitt voru hvatningarverðlaun fyrir framsækin verkefni í frístundastarfi. Laugarsel ásamt Laugarnesskóla hlaut hvatningarverðlaun fyrir samstarf í réttindaskólaverkefni Unicef.

Dómarar sögðu þetta um verkefnið:

“Í verkefninu var byggð brú á milli skólans og frístundaheimilisins og þurfti að finna starfsaðferðir sem virkuðu bæði í skóla og frístundastarfi. Var þarna í fyrsta sinn á heimsvísu unnið sameiginlega að innleiðingu réttindaskólaverkefnisins. Laugarsel og Laugarnesskóli eru með sameiginlegt réttindaráð. Þau hafa tengt Barnasáttmálann á ýmsan máta í starfið og kennt börnunum um réttindi sín í máli og myndum. Meðal annars hafa þau tengt ákveðin ákvæði úr barnasáttmálanum myndrænt við ólíka þætti í hefðbundnu starfi, leitt listaverkefni þar sem fjallað er um réttindi barnanna, hverfið skoðað með gagnrýnum augum og reglulega haldið „mikilvægan fund“ þar sem börnin ræða um og kjósa um hugmyndirnar sem koma upp úr hugmyndakassanum. Þetta er liður í því að börnin hafi áhrif á starfið því það skiptir miklu máli að þau hafi tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri.”

Einnig fengu nágrannar okkar Glaðheimar verðlaun fyrir tónlistarsköpun á Frístundarheimilinu eða glaðheimapopp sem hefur veitt okkur innblástur að reyna eftir fremsta megni að leyfa börnum í Laugarseli að fá að prófa einnig að taka upp tónlist og hlökkum til að sýna afraksturinn af því þegar það er tilbúið.

Svo fékk Samuel Levesque, starfsmaður frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri fékk sérstaka viðurkenningu fyrir mikilvægt frumkvöðlastarf í skapandi útikennslu. Hann hefur á undanförnum árum farið á milli frístundaheimila í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum á sérútbúnu hjóli með útieldunargræjum og verkfærum og virkjað börnin með sér í skapandi útivist. Þannig hefur hann búið til vettvang fyrir börnin til að tálga, fara í bogfimi og aðra skemmtilega útileiki. Hann hefur komið nokkrum sinnum til okkar í Laugarsel og höfum við gaman að því 

Þetta er okkur mikill innblástur að halda áfram vinnunni og gera enn betur sem Réttindafrístund 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt