Vor í lofti

 In Forsíðu frétt, Krakkakot

Með hækkandi sól og hlýrri vindum færist starfið meira og meira út á skólalóð, börnunum til mikillar gleði. Dagurinn byrjaði þó fyrst á að starfsmenn Krakkakots af erlendum uppruna veltu fyrir sér málfræði og réttum framburði á hinni margnotuðu setningu “má ég fá lykilinn hjá þér?”. Svo buðu nokkrar stelpur í 2. og 3. bekk upp á leiksýningu fyrir alla sem vildu. Að því loknu gátu börnin valið m.a. á milli þess að vera inni að búa til grímur úr dagblöðum eða fara út að leika. Úti var vinsælt að kríta, leita að gimsteinum, spila fótbolta og leika með nýju útileikföngin.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt