Október í Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Haustið fer vel af stað í Þróttheimum og við erum gríðarlega heppin að hafa þessa öflugu árganga í unglingadeildinni.

Það er fjölbreytt dagskrá framundan í félagsmiðstöðinni. Í október munum við einnig halda spurningakeppni, búa til brjóstsykur, fara í hungry hippo í íþróttasalnum og að lokum halda draugahús fyrir bæði miðstig og unglingastig skólans. Því miður munum við ekki geta boðið foreldrum og öðrum áhugasömum að koma og njóta draugahússins með okkur eins og fyrri ár vegna covid 19 en við vonum innilega að sem flestir unglingar leggi leið sína í gegnum draugahúsið í ár.

Dagopnanir eru alla þriðjudaga og fimmtudaga frá 14:00-16:00. Á þriðjudögum erum við í félagsmiðstöðinni og bjóðum upp á núðlur. Á fimmtudögum eru við í skólanum og fáum stofu í A álmu skólans til afnota þá daga.

Í fylgiskjali er dagskrá mánaðarins og hvetjum við foreldra til að glöggva sig á henni og hvetja sína unglinga til að líta við.

Lokað verður í Þróttheimum 22. október-26. október vegna vetrarfrís en við munum í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar hverfisins auglýsa dagskrá fyrir fjölskyldur þessa daga.

 

Klúbbar og hópastarf Þróttheima

Í vetur verðum við með öflugt klúbba og hópastarf í félagsmiðstöðinni. Nú þegar hefur nördaklúbburinn hafið göngu sína á ný eftir sumarfrí og aldrei verið stærri og flottari. Fantasy klúbbur Þróttheima tók einnig til starfa og hittist einu sinni í viku og heldur úti rafrænni fótboltadeild ásamt því að ræða fótboltaleiki síðustu viku.

Í þessum mánuði mun femínistafélag félagsmiðstöðvarinnar halda sinn fyrsta fund og nemendaráð mun einnig byrja veturinn af krafti. Minecraft klúbbur er í startholunum og fleiri áhugatengdir hópar hefjast á næstunni.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, vangaveltur eða ábendingar má ávallt hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst eða símleiðis.

 

Hlýjar kveðjur

Starfsfólk Þróttheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt