Æðisleg útilega félagsmiðstöðvanna

 í flokknum: Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Í kringum sólstöður á sumri buðu félagsmiðstöðvar Kringlumýrar uppá árlega útilegu fyrir alla í 8.-10. bekk skólanna fimm. Útilegan er orðin fastur liður í sumarstarfinu og mikil eftirvænting sem fylgir.

Þetta árið var metskráning í útileguna og í fyrsta sinn komust ekki allir með sem vildu. Á endanum fóru 75 unglingar með í útileguna sem er metþátttaka. Farið var að Skátalundi við Hvaleyrarvatn sem segja má að sé algjör draumur. Veðrið lék við okkur allan tímann og er óhætt að segja að ekki sé hægt að biðja um betri aðstæður fyrir útilegu.

Mæting á Hvaleyrarvatn var tæplega 19:00 og var farið strax í að tjalda og koma sér fyrir. Það má með sanni segja að verkefnið hafi legið misvel fyrir öllum en til þess er einmitt farið í útilegu, til að læra helstu atriðin. Eftir það var grillið tilbúið og allir fengu að grilla nestið sitt. Eftir kvöldmat fór allskonar dagskrá af stað, kubb, varðeldur, sykurpúðar, s’mores, varúlfur í skóginum, gönguferð, gítarspil og góð stemmning.

Eftir kl 02:00 var komin ró á svæðið, þrátt fyrir að áhugi á svefninum hafi verið takmarkaður. Borin var virðing fyrir þeim sem vildu fá svefn og voru allir í sínum gír í sínu tjaldi. Ræs var kl 9 morguninn eftir þar sem óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi leikið við okkur. Gengið var frá svæðinu á mettíma og svo haldið heim fyrir hádegi.

Útilegan gekk algjörlega frábærlega í þetta skiptið, engin vandræði og allir unglingarnir gjörsamlega til fyrirmyndar. Allir voru ákveðnir í að gera útileguna að góðri minningu og varð það raunin þar sem allir voru í góðum gír.

Hlökkum til næsta árs!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt